Það er margt að gerast hjá Heklu Elísu um þessar mundir. Hún byrjaði að skríða fyrir tæpum mánuði síðan og er orðin mjög hraðskreið. Hún er líka farin að príla svo mikið að við þurftum að breyta stillingunni á rimlarúminu hennar svo hún henti sér ekki yfir rimlana. Hún er komin með eina tönn, farin að borða graut og er búin að fara í sund.
![]() |
Nennir ekki lengur að liggja í vagninum. Vill heldur sitja og vera með útsýni |
![]() |
Matartími. Er farin að smakka graut og grænmetisstöppu. |
![]() |
Kíkti með Nettie á Kastellet. |
![]() |
Margt spennandi þar. |
![]() |
Það fór vel á með Svenna og Heklu. |
![]() |
Fannst rosa gaman í sundi og hamaðist í næstum heilan klukkutíma |
![]() |
..og var alveg búin á því á eftir |
![]() |
Gaman í ruggustólnum |
![]() |
Sjáumst |